fimmtudagur, 5. maí 2011

Æfingar í maí

Komið þið sæl

Núna um síðustu mánaðarmót lauk æfinga og keppnistímabili vetrarins formlega.

Þann 14. maí klukkan 12:00 verður svo lokahóf handknattleiksdeildar haldið í Íþróttahúsi Seljaskóla. Þar fá drengirnir þáttökuverðlaun fyrir veturinn og boðið verður upp á grillaðar pylsur fyrir alla.

Það hefur verið ákveðið að bjóða upp á æfingar fram til 13. maí fyrir þá sem það vilja.
Æfingar verða á eftirtöldum tímum:

Þriðjudagar í Austurbergi klukkan 17:00 - 18:00
Miðvikudagar í Seljaskóla klukkan 16:10 - 17:10
Föstudagar í Austurbergi klukkan  17:00 - 18:30

Kostnaður er 2.100 krónur per iðkanda.

Elli

Engin ummæli:

Skrifa ummæli