Kvöldvaka verður í íþróttahúsi Vallaskóla og hefst kl 20:00. Það verða skemmtiatriði, töframaður og hljómsveit.
Leikið er í íþróttahúsum Vallaskóla og FSu er liggja nánast hlið við hlið.
Öll lið gista í Vallaskóla og er mötuneytið þar.
Kvöldmatur er frá 18-20 (Kjöt og kartöflur)
Morgunmatur er frá 8-10
Hádegismatur frá 11-13 (Pizza)
Það eru ekki dýnur eða sængurföt í stofum.
Innangengt er úr skólanum í íþróttahúsið.
Þegar þið komið er tekið á móti ykkur í anddyri Vallaskóla og allir geta lagt frá sér farangur í sínum stofum.
Kvöldvakan er í íþróttahúsi Vallaskóla frá kl 20:00
Þátttökugjald er kr. 5.000 pr. þátttakanda þar sem þetta er síðasta mót vetrarins og svokallað “pakkamót” og er innifalin gisting í 1 nótt, 2 heitar máltíðir og morgunverður.
Einnig verður haldin kvöldvaka og frítt er í sund á meðan á móti stendur.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli